Strákarnir fimm frá ÍBV hafa leikið stórt hlutverk með landsliðinu um helgina. Þórarinn Ingi átti hörkugóðan leik gegn Lettum í fyrstu umferð á föstudaginn og skoraði tvö mörk í tapi Íslands gegn Lettum 4-5. Á laugardaginn vann liðið góðan sigur á Lettum 6-1 þar sem Tryggvi Guðmundsson skoraði gott mark. Albert Sævarsson hefur ástamt Eið Aroni og Tryggva verið í byrjunarliði liðsins, Þórarinn Ingi og Brynjar Gauti hafa síðan spilað töluvert og hefur verið virkilega gaman að fylgjast með strákunum um helgina.
Lokaumferð riðilsins í forkeppni EM í Futsal sem fram fer að Ásvöllum í Hafnarfirði verður leikin í dag. Fyrri leikur dagsins er viðureign Letta og Armena og hefst sá leikur kl. 17:30. Ísland mætir Grikklandi kl. 19:00 og verður sá leikur í beinni vefútsendingu á Haukar TV. Aðgangur að leikjunum er ókeypis.
Lettland hefur þegar tryggt sér efsta sæti riðilsins og þar með sæti í undankeppninni, þar sem mótherjarnir verða Ítalía, Slóvenía og Bosnía-Hersegóvína. Ísland getur jafnað stigafjölda Lettlands ef Lettar tapa og Íslendingar vinna í dag, en í UEFA-mótum eru það innbyrðis viðureignir sem gilda fyrst, áður en kemur að markatölu, og þar sem Lettar unnu Íslendinga 5-4 á föstudag eru þeir öruggir með efsta sætið. Ísland tryggir sér annað sæti riðlsins með sigri eða jafntefli gegn Grikkjum í dag.
Fólk er hvatt til að fjölmenna á Ásvelli og fylgjast með þessu fyrsta landsliðsverkefni Íslands í Futsal. Leikirnir eru hraðir og fjörugir, fullt af marktækifærum og skemmtilegu samspili, og leikmenn sýna góða takta.