Fótbolti - 7 leikmenn ÍBV boðaðir á landsliðsæfingu í futsal!

21.des.2010  16:38

Willum Þór Þórsson, landsliðsþjálfari í Futsal, hefur valið æfingahóp sem verður við æfingar á milli jóla og nýárs.  Æfingarnar fara fram á Ásvöllu, dagana 28. og 29. desember. Landslið Íslands leikur síðan í Evrópukeppni landsliða í riðli með Grikkjum, Armenum og Lettlandi, leikirnir fara fram dagana 21-24 janúar á Ásvöllum í Hafnarfirði.
 
 
Hvorki meira né minna en 7 leikmenn ÍBV verið boðaðir á landsliðsæfingu í Futsal (innanhúsfótbolta). Þessir leikmenn eru:
Albert Sævarsson (markvörður), Tryggvi Guðmundsson, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Guðmundur Þórarinsson, Andri Ólafsson og Brynjar Gauti Guðjónsson, auk þess er Bjarni Rúnar Einarsson fyrverandi leikmaður ÍBV og núverandi leikmaður KFS boðaður.
 
Það verður spennandi að sjá hvernig þessum nýju landsliðsmönnum ÍBV vegnar að spila fyrir landið okkar.