Gleði, tár og titlar áranna 1997 og 1998 er efniviður myndarinnar. Hún er gerð að frumkvæði þeirra er mynduðu knattspyrnulið ÍBV þessi tvö ár, með það að markmiði að varðveita heimildir og minningar um góðan árangur.
Farið er yfir forsögu þess að ÍBV tókst að landa tveimur Íslandsmeistaratitlum og einum bikarmeistaratitli auk annarra verðlauna á tímabilunum tveimur. Þar koma margir leikmenn og þjálfarar við sögu, og síðast en ekki síst, fögn.
Myndin verður seld í heimahúsum og hófst salan sl. föstudagskvöld og var vel tekið af þeim bæjarbúum sem voru heimsóttir það kvöld. Haldið verður áfram næstu kvöld að ganga í hús og vonumst við eftir að bæjarbúar taki vel á móti sölufólki.
Myndin verður einnig til sölu á nokkrum stöðum í bænum sem eru, á skrifstofu ÍBV í Týsheimilinu, Skýlinu v/Friðarhöfn, Vöruval og Eyjatölvum. Verðið er kr. 3.000 og allur ágóði myndarinnar fer til eflingar knattspyrnunnar í Eyjum.
Upplag myndarinnar er takmarkað og því mikilvægt fyrir þá sem ætla að tryggja sér eintak að nálgast myndina á einhverjum af ofangreindum sölustöðum.