ÍBV fékk góðan liðsstyrk nú í kvöld þegar Guðmundur Þórarinsson gekk til liðs við félagið frá Selfossi.
Guðmundur sem er 18 ára gamall skrifaði undir eins árs samning við ÍBV í Reykjavík rétt í þessu.
Hann þykir gríðarlega efnilegur leikmaður með góðar spyrnur og getur spilað á vinstri vængnum, sem kantmaður eða varnarmaður eða á miðjunni.
Meistaraflokksferil sinn hóf hann árið 2008 með uppeldisfélagi sínu, Selfossi er hann spilaði fjóra leiki í deild og bikar.
Eftir það átti hann fast sæti í byrjunarliði Selfoss í 1. deild 2009 og Pepsi-deildinni í sumar og hefur spilað 41 leik með liðinu og skorað í þeim fimm mörk, þar af eitt í efstu deild í sumar.
Guðmundur hefur spilað mikið með yngri landsliðum Íslands, 10 leiki og tvö mörk með U19 ára liðinu, þrjá leiki og eitt mark með U18 og 5 leiki með U17.
Frétt og mynd: Fotbolti.net