Upphitun verður fyrir leik ÍBV og KR í sal Týsheimilisins kl. 16:30
Hjalti Enok ásamt fylgdarliði mun grilla hamborgara frá Heildverslun Karls Kristmanns, Leikfélag Vestmannaeyja mætir á svæðið og verðum með mikið húllum hæ fyrir krakkana. ÍBV bolir og ÍBV fánar verða fáanlegir. Einnig mun Hemmi Hákall vera á staðnum.
Sjáumst hress í fjölskyldustemmningu í sal Týsheimilisins kl. 16:30
Athugið: Við hvetjum fólk til að leggja bílnum við Íþróttamiðstöðina.
hér að neðan má lesa bréf frá leikmönnum og fylgdarliði ÍBV til stuðningsmanna
Þegar 4 umferðir eru eftir af Íslandsmótinu situr ÍBV í efsta sæti. Staða sem ansi fáir spáðu í upphafi móts.
Mörgum fannst það áfall að vinna ekki Grindavík í síðasta heimaleik . Vissulega lék liðið ekki eins vel og stefnt var að en andstæðingarnir voru okkur erfiðir og Íslandsmótið í ár hefur verið ákaflega jafnt og spennandi. Engin leikur er fyrirfram unnin og öll liðin taka stig hvort af öðru. Strákarnir áttu hins vegar flotta endurkomu í Árbænum og sigruðu Fylki á eftirminnilegan hátt þrátt fyrir mikið mótlæti.
Næstu fjórar umferðir verða ákaflega spennandi og við Eyjamenn skulum njóta að vera þátttakendur í þessari baráttu.
Við leikmennirnir þökkum frábæran stuðning í sumar. Hann hefur vaxið og náði hámarki á Kópavogs og Fylkisvelli. Vonandi getum við framkallað þá stemmingu það sem eftir er af Íslandsmótinu.
Hvert stig er félaginu ákaflega mikilvægt. Við þurfum 3 stig til að gulltryggja markmiðin okkar “að ná þessu dýrmæta Evrópusæti”. Það verður engin leikur auðveldur og við þurfum á öllum mögulega stuðningi að halda þessar síðustu 4 umferðir.
Þessi leikur gegn KR er mikilvægasti leikur sem ÍBV hefur leikið síðustu ár. Ég vona að þú kæri stuðningsmaður mætir á Hásteinsvöllinn á sunnudaginn og styðjir strákana í þeim leik. Þó úrslit Íslandsmótsins ráðist ekki í þessum leik er hann báðum liðunum ákaflega mikilvægur.
Eins og staðan er í dag eru fjögur lið sem eiga möguleika að vinna Íslandsmeistaratitilinn, ÍBV, UBK, FH og KR og úrslitinn munu aldrei ráðast fyrr en í síðustu umferð. Þegar svona mjótt er á munum ráðast úrslitin oft á smáatriðunum því getur það verið ÞÚ sem munt skipta sköpum þegar upp er staðið. LÁTTU ÞITT EKKI EFTIR LIGGJA –
Leikmenn og fylgdarlið ÍBV.