Strákarnir svöruðu heldur betur fyrir sig í Árbænum eftir frekar daufan leik gegn Grindavík í síðustu umferð.
Eftir að hafa lent marki undir og misst Albert útaf með rautt spjald, sýndu strákarnir mikinn karakter og vilja til að vinna leikinn og komu heim með þrjú stig í gær.
Niðurstaðan 1-2 sigur og voru það Þórarinn Ingi og James Hurst skoruðu mörkin fyrir ÍBV. James Hurst kveður því ÍBV með stæl og skilur félaga sína eftir á toppnum. ÍBV óskar honum alls hins besta í framtíðinni og þakkar honum kærlega fyrir framlag hans á vellinum.
Áhorfendur ÍBV með TG Klúbbinn og Stalla hú í fararbroddi voru hreint út sagt stórkostlegir og var stuðningur þeirra gríðarlega mikilvægur í þessum mikla baráttuleik.
ÍBV er því enn á toppnum og fá nú tvær vikur til að einbeita sér að næsta leik sem er gegn KR á Háseteinsvelli sunnudaginn 12. september.
Hér er um að ræða sannkallaðan stórleik og er nokkuð ljóst að KR-ingar munu fjölmenna til Eyja, því er um að gera fyrir Eyjamenn á fastalandinu að bóka strax í Herjólf til að tryggja sér miða, enda Herjólfur fljótur að fyllast. Ekki er ólíklegt að áhorfendametið á Hásteinsvelli sé í hættu því búast má við mikilli stemmningu.
ÁFRAM ÍBV!