Kl. 23:30 á mánudag (19. ágúst) vegna stórleiks Breiðabliks og ÍBV í Pepsídeild karla
Eimskip einn af helstu styrktaraðilum ÍBV hefur ákveðið að koma á aukaferð vegna leiks Breiðabliks og ÍBV næstkomandi mánudag 16. ágúst. Því munu stuðningsmenn ÍBV geta komist til Eyja strax eftir leik liðana frá Landeyjarhöfn.
Um er að ræða einn stæðsta leik sumarsins og verður án efa hart barist á Kópavogsvelli, því geta Eyjamenn nú fjölmennt í Kópavoginn og stutt sitt lið til dáða. Leikur Breiðabliks og ÍBV fer fram klukkan 19.15.
Upplagt er að skella sér með Herjólfi frá Eyjum kl. 17:00 á mánudeginum og fara svo til baka með aukaferðinni kl. 23:30. Hægt verður að fara með rútu frá Landeyjarhöfn kl. 17:30 sem fer beint á Kópavogsvöll og til baka strax eftir leik frá Kópavogsvelli. Það er rútufyrirtækið Sterna sem sér um þessar ferðir.
Eyjamenn á Reykjavíkursvæðinu munu svo hittast á skemmtistaðnum Spot í Kópavogi fyrir leik og munu hóparnir síðan sameinast á Kópavogsvelli.
Hópferð
Hægt er að kaupa miða á leikinn og miða í rútuna fram og til baka á Kópavogsvöll á 5.700 kr (fólk bókar sjálft í Herjólf). Þeir sem ætla með rútunni verða að skrá sig í síðasta lagi á sunnudaginn kl 18.00 hjá:
Óskari í síma 863-0516
eða
Trausta í síma 698-2632 eða trausti@ibv.is