ÍBV getur talist heppið að hafa ekki fengið á sig fleiri mörk í fyrri hálfleik en liðsmenn Vals áttu nokkur góð færi sem þeir nýttu sér ekki.
Í seinni hálfleik gerði Heimir Hallgríms þjálfari ÍBV tvær breytingar, setti inn Danien markaskorara úr síðsta leik og Ásgeir Aron sem átti flottan leik í síðsta leik. Danien var ekki lengi að hafa áhrif á leikinn þegar hann skoraði hann stór glæsilegt mark lengst fyrir utan teig og jafnaði leikinn á ‘57 mínútu. 3 mínútum síðar lagði Danien boltann fyrir Tryggva sem skaut fyrir utan teig og kom ÍBV yfir.
ÍBV heldur betur búnir að taka sig saman í andlitinu og var allt annað lið í seinni hálfleik og áttu Valsmenn lítið í lið ÍBV sem gull tryggði sér sigurinn þegar fyrirliði ÍBV Andri Ólafsson var hindraður inn í teig og dæmd var vítaspyrna. Tryggvi Guðmundsson fór á vítapunktinn og skoraði 3. mark ÍBV á ’79 mínútu.
Frábær sigur Eyjamanna staðreynd og virðist baráttugleði Eyjamanna ætla að koma liðinu mjög langt í ár.
ÍBV hefur nú unnið 3 af 5 heimaleikja hrinunni. ÍBV tekur á móti Hafnarfjarðar liðunum FH og Haukum 5. og 8. ágúst.