Fótbolti - 100 ára saga íslandsmótsin

01.júl.2010  14:39
Opnuð hefur verið á Facebook síða sem kallar eftir ýmsum upplýsingum og myndum úr Sögu Íslandsmótsins í knattspyrnu. Slóðin á síðuna er: 

http://www.facebook.com/pages/100-ara-saga-Islandsmotsins-i-knattspyrnu/140325259318152

 100. Íslandsmótið í knattspyrnu fer fram árið 2011. Fyrst var keppt um Íslandsbikarinn 1912 á Íþróttavelli Reykjavíkur vestur á Melum. Þá tóku þrjú lið þátt í mótinu - Fótboltafélag Reykjavíkur (KR), Fram og Knattspyrnufélag Vestmannaeyja, KV. Það voru KR-ingar sem fögnuðu meistaratitlinum þetta ár.
 Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur ákveðið að gefa sögu Íslandsmótsins út í bundnu máli í tilefni tímamótanna og hefur Sigmundur Ó. Steinarsson, blaðamaður, verið fenginn til að skrá söguna, sem á að vera hin glæsilegasta.
 Leit er byrjuð að gömlum myndum og hefur hún gengið ágætlega. Allir þeir sem hafa í fórum sínum gamlar myndir, eða vita um gamlar myndir - eru beðnir að hafa samband við Sigmund (GSM 669 1304), eða láta vita hér á síðunni - http://www.facebook.com/pages/100-ara-saga-Islandsmotsins-i-knattspyrnu/140325259318152 - eða senda tölvupóst til Sigmundar; 100.knattspyrna@gmail.com.
 Glötum ekki sögunni - ef þið vitið um gamlar knattspyrnumyndir í albúmum eða ýmsa gamla knattspyrnumuni, látið vita. Var pabbi eða afi ykkar á ferðinni á upphafsárum knattspyrnunnar? Hann á það skilið að fá að vera með - að vera kallaður fram í sviðsljósið á nýjan leik, þegar Saga Íslandsmótsins kemur út 2011!

 * Hver mynd á sér sögu. Ef sú saga er ekki skráð með myndinni, er og verður myndin gagnlaus í framtíðinni og þá ónýt. Engin veit hvenær hún var tekin og hverjir eru á henni.
 Verum vakandi um söguna - varðveitum hana.