Upphitunin hefst í íþróttasal Týsheimilisins kl. 19:30 föstudagskvöld. Léttar veitingar, spjall og ÍBV stemmning.
Stelpurnar byrja þó veisluna þegar þær leika gegn ÍA í bikarnur Hásteinsvelli kl. 16:30. Þannig að það er sannkölluð fótboltaveisla á Hásteinsvellinum.
Strákarnir taka svo á móti nýliðum Selfoss kl. 20:00 í sannkölluðum grannaslag á Hásteinsvelli. Selfoss byrjaði mótið með stæl og ætla að selja sig dýrt, heyrst hefur af áætlunarferðum frá Selfossi.
Eyjamenn eru því hvattir til að taka kvöldið frá skella sér í ÍBV gallann og mæta í upphitun í Týsheimilinu kl. 19:30
Nú gerum við allt vitlaust á Hásteinsvelli!! Shellmót í gangi og það stefnir í áhorfendamet á vellinum.
ÍBV getur með sigri endurheimt toppsætið og stimplað sig endanlega inn í toppbaráttuna.
Fólk er hvatt til að mæta snemma á völlinn og búa til tryllta stemmningu!