Nú styttist verulega í fyrsta leik sumarsins, tæp vika í fyrsta leik. Við höldum því áfram með leikmannakynninguna og í þetta skiptið er það Finnur Ólafsson sem er skotskífa síðunnar. Viðtalið í heild má lesa með því að klikka á meira.
#4 Finnur Ólafsson
Aldur: 26
Staða: Miðjumaður
Foreldrar: Ólafur Þorkell Jóhannesson, Andrea Ingibjörg Gísladóttir.
1. Hvort mundir þú frekar velja þjóðhátíð eða ferð til Spánar? Ég verð að segja Þjóðhátið.
2. Hvað heillar þig mest við hitt kynið? Úfff.. Líkaminn.
3. GT eða TG? TG
4. Hver er uppáhalds ÍBV leikmaður þinn fyrr og síðar? Leifur Geir Hafsteinsson
5. Ef Tóti byði þér út að borða í kvöld hverju mundir þú svara? JÁ!
6. Hvar ólst drengurinn upp? Engihjalla 19 í Kópavogi
7. Uppáhalds lið í enska? Man Utd.. samt er uppáhalds liðið mitt AC Milan
8. Hvernig mundir þú lýsa Eyþóri Helga? Ég mundi segja að hann væri sætur vælukjói.
9. Er eitthvað sérstakt sem stuðningsmenn ÍBV eiga að fylgjst með sumarið 2010 á vellinum? Já ég held að það sé leikmaður.. bíddu númer hvað er hann.. já númer 4.. ég held að það sé fjarkinn.. já fylgist vel með honum.