Hagnaður af rekstri ÍBV Íþróttafélags

20.apr.2010  13:59
Aukið framlag til yngri flokka
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags var haldinn laugardaginn 17. apríl sl. í Týsheimilinu við Hamarsveg.
Rekstur félagsins gekk vel á árinu 2009 og var hagnaður af rekstri félagsins. Allar deildir skiluðu góðri rekstrarniðurstöðu.
Þá kom fram að aðalstjórn hefði ákveðið að auka framlag til yngri flokka vegna ferðastyrkja úr kr. 2.5 milljónum í 4 milljónir á þessu ári.
 
 
 
Talsverð áhersla er nú lögð á uppbyggingu aðstöðu og mannvirkja vegna Þjóðhátíðar í Herjólfsdal en brýn þörf er að bæta þá aðstöðu.
Lán félagsins eru öll í skilum og engar lausaskuldir. Heildarlánastaða félagsins um áramótin var um 60 milljónir og lækkaði milli ára um 10 milljónir. Áfram verður lögð áhersla á að greiða lán hratt niður.
Úr aðalstjórn gengu þau Tryggvi Már Sæmundsson og Olga S. Bjarnadóttir en Tryggvi hefur tekið við framkvæmdastjórastöðu hjá félaginu.
Aðalstjórn er nú þannig skipuð að Jóhann Pétursson er formaður, varaformaður er Páll Scheving Ingvarsson, gjaldkeri er Guðný Hrefna Einarsdóttir, ritari Þórunn Ingvarsdóttir og Guðjón Gunnsteinsson er meðstjórnandi. Varamenn eru Sigurður Smári Benónýsson og Sigurbergur Ármannsson.