Í dag var síðasta æfing strákana á Spáni, því sló Heimir þjálfari upp léttri skotkeppni þar sem allir leikmenn liðsins kepptu um að komast á milli skotstöðva. Rauða Ljónið (Yngvi) tók snemma forustuna og hélt henni alveg þar til á síðustu tveimur stöðvunum, þá skutu Anton og Hjálmar sér framfyrir aðra menn í hópnum. Keppnin endaði svo með því að Rauða ljónið sem farið hefur á kostum að undanförnu stóð uppi sem sigurvegari ásamt Hjálmari sem hefur haft það hlutverk að hugsa um boltana og brúsana sökum aldurs.
Byssubræður (Finnur og Ágúst sjúkraþjálfari) fóru svo í lyftingarsalinn og enduðu ferðina á því að láta hótelkokkinn elda fyrir sig 6 egg á mann, til að fylla á próteinbyrgðirnar. Sjálfur TG eða herra 42 sem stóð uppi sem sigurvegari gærdagsins ásamt útlendingunum, þurfit að lúta í minni pokann fyrir Rauða Ljóninu í dag. Framundan er nú heimför hjá drengjunum í kvöld, þeir nýta nú síðustu mínoturnar til að sóla sig
Karlalið ÍBV dvaldi á Spáni í vikutíma og æfði við bestu hugsanlegu aðstæður en liðið er nú á leið til Íslands. Í ferðinni voru tveir s-afrískir leikmenn til skoðunar en Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, segir ekki víst hvort þeir verði hjá ÍBV í sumar. „Þessir strákar komu algjörlega á eigin vegum til okkar og við erum að skoða þetta mál. Þeir heita Thato Mokeke og Keagan Buchanan, og eru báðir sóknarmiðjumenn. Þeir eru báðir ungir, annar þeirra gæti spilað með 2. flokki.“
Eyjamenn léku einn leik í ferðinni, gegn spænska 3. deildarliðinu Ontenyente og unnu stórt, 16:0. „Við fengum ekki mikið út úr þessum leik. Mörkin gerðu þeir Eyþór Helgi sex, Tryggvi þrjú, Yngvi, Eiður, Keagan, Kjartan, Ásgeir, Anton eitt og Trausti Hjaltason, framkvæmdastjóri, setti eitt en hann skoraði eftir laglegan undirbúning búningastjórans, Jóhanns Sveinssonar. Trausti fagnaði markinu með því að fara úr búningnum og hlaupa að stúkunni. Búningastjórinn elti hann enda var hann smeykur um að framkvæmdastjórinn myndi henda búningnum upp í stúku,“ sagði Heimir.