Stelpurnar byrja vel.

17.mar.2010  15:07
Stelpurnar í fótboltanum hófu leik í Lengjubikarnum um síðustu helgi er þær léku tvo leiki gegn Keflavík og ÍR.  Fyrri leikurinn var í Reykjaneshöll gegn Keflavík og sigruðu okkar stúlkur í baráttuleik 2-1.  Mörk IBV í leiknum gerðu Kristín Erna og Þórhildur.  Á sunnudag gjörsigruðu okkar stúlkur lið ÍR 10-0  Mörkin gerðu: Þórhildur 3-Kristín 3-Sóley 2-Sara Rós 1-Kolbrún 1.  Margar ungar stúlkur fengu að spreyta sig í liðið IBV í þessum leik og voru margar að leika sinn fyrsta meistaraflokksleik.  Klara Ingólfsdóttir, Eygló Alfreðsdóttir, Ármey Vadimarsdóttir allar í 3.flokki og Tanja Rut Jónsdóttir sem er enn í 4.flokki.  Allar stóðu þær sig mjög vel. Þá hafa þær Svava Ólafsdóttir, Bjartey Helgadóttir, Jóhanna Gunnarsdóttir og Sigríður Garðarsdóttir einnig tekið sín fyrstu skref með meirstarflokki.