Fótbolti - Spjall við Ásgeir Aron Ásgeirsson.

05.jan.2010  20:12
Ásgeir Aron er leikmaður sem ÍBV samdi við á dögunum. Hann lék með Fjölni á síðstu leiktíð í efstu deild. Nú hefur Ásgeir fært sig um set til Vestmannaeyja í ÍBV og hann er alls ekki ókunnugur Eyjum og er ættaður héðan. Ásgeir Aron er sonur Ásgeirs Sigurvinssonar.
Tökum við smá spjall við kappa, sem virðist vera hress og spenntur fyrir komandi verkefni með ÍBV.

Hvernig lýst þér á að vera kominn í ÍBV? 

Ég er bara hrikalega spenntur fyrir þessu og trúi ekki öðru en að þetta verður mjög spennandi og skemmtilegt sumar. Stefnan er sett á að stríða efri liðunum um evrópusæti og finnst mér frábært að fá að taka þátt í því.

Hvaða stöðu spilar þú inná vellinum?

 Ég er aðalega hafsent og miðjumaður, en persónulega finnst mér ég vera hrikalega góður striker.

 

Þú hlítur að hafa glatt suma í fjölskyldu þinni með koma til Eyja?

Jájájá það er ekki spurning það eru allir í skýjunum yfir þessu. Það var líka kominn smá pressa á mig enda er ég einn af fáum fjölskyldunni sem hefur ekki spilað með ÍBV.

 

Ætlaru að sýna Gaua Ólafs frænda þínum hvernig eigi að spila fótbolta í sumar?

Gaui Ólafs... er hann ekki löngu hættur  ??? En jú auðvitað reynir maður að kenna honum aðeins, ég ætla byrja á að brjóta hann aðeins niður með nokkrum klobbum svo sé ég til þess að hann blómstri í sumar.

 

Hvernig á að takast á  þessum rauðu spjöldum sem þú sérð frekar oft?

Það verður vonandi  ekkert vandamál, missti mig aðeins í þessu síðasta sumar og ætla ég alls ekki að endurtaka þann leik, enda hef ég engan áhuga að vera alltaf í banni næsta sumar. Svo náttla vita allir að það var ekkert af þessu rautt, í mesta lagi appelsínugult.

 

Hvernig lýst þér á liðið sem þú spilar með í sumar?

Bara rosalega vel, það er flott stemmning í hópnum, margir efnilegir og góðir fótboltamenn þarna á ferð, svo er náttla alls ekki slæmt að fá Tryggva og Finn með í þetta enda báðir frábærir knattspyrnumenn.

 

Hvert markmiðið þitt með liðinu í sumar?

Fyrsta markmiðið er að vinna mér inn sæti í liðinu, það er náttúrulega ekkert gefins í þessu og verður mikil samkeppni og barátta um stöðurnar enda erum við með fullt af góðum fótboltamönnum. Svo ætla ég bara gera allt  sem ég get til að hjálpa liðinu við að ná þeim markmiðum sem við setjum okkur fyrir sumarið.