Á morgun föstudaginn 11 des, kemur út Ársrit fótboltans á vegum knattspyrnuráðs. Því verður dreift í hús annað kvöld. Í blaðinu verður síðasta tímabil krufið og því gert ítarleg skil. Þess má geta að í blaðinu er skemmtilegt viðtal við Tryggva Guðmunds sem kominn er heim til ÍBV. Hér fyrir neðan má lesa brot úr viðtalinu sem verður í blaðinu í heild sinni. Húsnúmera happdrætti ÍBV hefst á morgun og verður gengið í hús milli 18-20 og hvetjum við fólk að taka vel á móti okkur og styrkja um leið ÍBV. Miðinn kostar litlar 1500 krónur.
Aldrei hefur sést jafn fjölbreyttir og margir vinningar.
Brot út viðtali við Tryggva Guðmundsson
Jæja Tryggvi, hvernig lýst þér á vera kominn aftur til ÍBV? Mér líst að sjálfsögðu vel á það. Hefur blundað í mér í þó nokkurn tíma að koma aftur þangað þar sem þetta allt byrjaði, á Heimaey.
Hvernig líst þér á komandi keppnistímabil hjá ÍBV? Nokkuð vel eins og staðan er í dag. Við eigum þó vonandi eftir að bæta við okkur leikmönnum. Stefnan er að blanda sér í hóp þeirra bestu.
Er einhver sérstakur leikmaður sem þig hlakkar til að spila með hjá ÍBV ? það verður gaman að spila með Andra Ólafs, frænda. Eins er spennandi að spila með þessum ungu drengjum sem nóg er af. Vonandi get ég hjálpað þeim eitthvað í að gera þá að enn betri leikmönnum.
ÍBV ætlar sér stóra hluti á komandi tímabili, telur þú það vera raunhæft? Það fer allt eftir því hverjir munu bætast við. En menn ætla sér stóra hluti og það er afar jákvætt.
Nú æfir þú með peyjunum í Reykjavík, þeir eru nú nokkrum árum yngri en
kallinn.. náið þið vel saman á æfingum? Ég næ nú oftast að tengjast fólki mjög auðveldlega. Í þessu tilfelli hjálpar það mér að ég er gífurlega ungur í anda J.
Mun reynslan þín skila sér til ungu strákana innan herbúða ÍBV? Ég ætla rétt að vona það. Eitt af mínum hlutverkum hjá ÍBV er einmitt að miðla reynslu minni til drengjanna.
Munum við sjá gömlu góðu fögnin á ný þegar þú ferð að raða inn mörkum á Hásteinsvelli í sumar? Ég á nú kannski ekki von á því að þetta muni fara út í einhverjar leiksýningar eins og gerðist hér áður. Ágætt að hafa það bara í minningunni. En mörkum hef ég alltaf fagnað og mun ég að sjálfsögðu halda því áfram.