Viðar þú varst að koma úr þinni annarri aðgerð, hvernig tókust þessar aðgerðir á þér? Í fyrri aðgerðin var verið að vonast að krossbandið sjálft væri ekki slitið og að beinið hafi einungis brotnað lítið . En það kom í ljós að krossbandið væri slitið og ég þyrfti að fara í aðra aðgerð sem og ég gerði fyrir rúmlega viku og sú aðgerð heppnaðist mjög vel að sögn læknanna.
Hvernig verða næstu vikur og mánuðir hjá þér? Ég verð að fara varlega og má ekki byrja að hlaupa fyrr en eftir 7-8 vikur. En ég verð á fullu að styrkja vöðvanna í kringum hnéð og fleiri styrktaræfingar sem að skipta öllu máli eftir svona aðgerðir.
Hvernig fannst þér þitt fyrsta tímabil hjá ÍBV? Fannst það ágætt að vissu leyti þrátt fyrir að ég hafi ekki sýnt mitt rétta andlit í heildina og ekki liðið heldur. Ég átti frábært undirbúningstímabil og fór aðeins að slaka á í kjölfarið án þess að taka eftir því sjálfur , og mörkin létu svolítið á sér standa. Enda held ég að flestir sem þekkja mig vita að ég sætti mig ekki við 3 mörk á tímabili en svo fór sem fór og ég læri fullt af þessu sem og liðið sjálft. Enda fullt af góðum leikmönnum í eyjaliðinu.
Nú er talað um að endurhæfing þín taki um 6 mánuði? Munum við sjá þig spila með okkur í sumar? Fer allt eftir því hvernig gengur hjá mér að styrkja mig. Bjartsýnir segja fimm mánuðir en svartsýnir segja 7 . En það er alveg á hreinu að ég ætla að verða tilbúinn fyrir næsta tímabil.
Það yrði mjög gaman að sjá þig spila við hlið Tryggva Guðmunds í sumar, telur þú að þú og aðrir í félaginu geti lært af honum? Það yrði frábært fyrir mig ef að ég fengi það , held að allir gætu verið sammála því. Hann kemur með mikla reynslu úr atvinnumennsku og með landsliðinu og er með gott record hérna heima, þannig að ég held að það sé pottþétt að allir ungu peyjarnir í liðinu eigi eftir að læra slatta af honum.
Hvað stóð uppúr hjá þér og af þínu mati hjá ÍBV síðasta sumar? Örugglega bara vítið á 94 mínútu í stöðunni 2-2 í bikar á móti víking. Smá pressa og fengum að sleppa við framlengingu.
Hvernig líkar þér að spila fyrir ÍBV? Mjög vel, Það er heiður.
Við óskum Viðari góðan bata og vonumst við til að sjá hann með okkur sem fyrst.