Fótbolti - Tryggvi kominn heim!

22.okt.2009  16:52
Eyjapeyinn Tryggvi Guðmundsson hefur ákveðið að snúa aftur á heimaslóðir og leika með ÍBV næstu árin.  Tryggvi skrifaði í dag undir þriggja ára samning við félagið. Tólf ár eru síðan Tryggvi klæddist ÍBV búningnum síðast.

Það þarf ekki að fara mörgum orðum um hversu mikill liðstyrkur þetta er fyrir ÍBV enda Tryggvi hokinn af reynslu og einn besti leikmaður á Íslandsmótinu undanfarin ár.  Tryggvi hefur verið sigursæll á sínum ferli og fimm sinnum hampað Íslandsmeistaratitlinum, í fyrsta skipti með ÍBV 1997.  Tryggvi hefur ennfremur tvívegis orðið bikarmeistari.   Á sínum ferli með ÍBV hefur hann skorað 53 mörk í 86 leikjum.  Alls hefur hann skorað 107 mörk í efstu deild á Íslandi. 

Við viljum nota tækifærið og þakka FH fyrir fagleg og góð vinnubrögð í kringum félagaskiptin.  Kaupverð er trúnaðarmál.

Við bjóðum Tryggva velkominn heim.