Fótbolti - Andy og Gústi yfirgefa ÍBV

15.okt.2009  15:37

Leikmennirnir Andrew Mwesigwa og Augustine Nsumba hafa verið leystir undan samning við ÍBV.  Leikmennirnir sem koma báðir frá Úganda hafa leikið við góðan orðstír hjá ÍBV síðustu ár, Andy var að klára sitt fjórða tímabil með Eyjaliðinu og Gústi sitt þriðja.  Báðir sömdu þeir til tveggja ára eftir síðasta tímabil en það var samkomulag milli félagsins og leikmannana að rifta þeim samning nú.

Andrew, eða Andy var orðinn einn leikjahæsti leikmaður Eyjaliðsins, með 67 leiki.  Hann skoraði tvö mörk fyrir ÍBV.  Hann lék fimmtán leiki á nýliðnu tímabili.   Augustine, Gústi  lék á sínum þremur árum alls 53 leiki og gerði 8 mörk fyrir ÍBV.  Þar af helming þeirra á nýliðnu tímabili, í 19 leikjum. 

Það er mikil eftirsjá í þeim félögum enda hafa þeir báðir leikið lykilhlutverk í ÍBV liðinu síðustu ár.  En gríðarlega veik staða íslensku krónunnar gerir félaginu erfitt fyrir í samningum við erlenda leikmenn. 

Knattspyrnuráð vill þakka þeim félögum fyrir framlag sittg til eflingar knattspyrnu í Vestmannaeyjum um leið og við óskum þeim velfarnaðar á nýjum vettvangi.