ÍBV tapaði í gærkvöldi gegn sterku liði Vals, 2-0 á Hlíðarenda. Leikurinn var varla byrjaður þegar Valsmenn voru komnir yfir, eftir um 10 sekúndur eftir mistök í vörn ÍBV. Níu mínútum síðar var staðan 2-0. Valsliðið er feykisterkt varnarlega og það reyndist Eyjaliðinu erfitt að brjóta þann múr.
Síðari hálfleikur var góður að hálfu ÍBV en þrátt fyrir nokkur færi þá tókst Eyjaliðinu ekki að skora. ÍBV er nú í 10.sæti deildarinnar með 6 stig eftir 8 leiki. Næsti leikur er heimaleikur gegn Íslandsmeisturum FH næsta sunnudag kl. 19.15 og nú er um að gera að fjölmenna á völlinn og hvetja okkar menn gegn Tryggva Guðmunds og félögum.