En annað kom á daginn, Englendingurinn Ajay Leight Smith átti góðan leik í gær og kórónaði frammistöðu sína með glæsilegu marki á 53.mínútu. Hann fékk þá langa sendingu fram frá Pétri Runólfssyni, fór illa með tvo varnarmenn heimaliðsins áður en hann lagði boltann í fjærhornið, óverjandi fyrir markvörð Fjölnis. Fjölnismenn minnkuðu muninn fimm mínútum síðar en þá varð Andrew Mwesigwa fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Vörn ÍBV hélt vel eftir þetta og áttu Fjölnismenn í mestu vandræðum að skapa sér færi. Fyrirliðinn Andri Ólafsson skoraði svo glæsilegt skallamark á 65.mínútu eftir góða sendingu frá Matt Garner og innsiglaði glæsilegan sigur Eyjaliðsins.
ÍBV átti sigurinn skilið í gær og má segja að baráttan í liðinu og liðsheildin hafi skapað þennan glæsilega sigur. ÍBV voru mjög ósáttir að fá ekkert út úr KR leiknum, enda betra liðið á vellinum mestan partinn í þeim leik. En það var byggt ofan á þann leik og þá uppskar liðið.
Næsti leikur liðsins er gegn Grindavík á mánudaginn, kl. 19.15 og hvetjum við Eyjamenn til að fjölmenna á leikinn og hvetja okkar menn.
Lið ÍBV:
Albert Sævarsson, Pétur Runólfsson, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Andrew Mwesigwa, Matt Garner, Bjarni Rúnar Einarsson, Yngvi Magnús Borgþórsson, Andri Ólafsson, Tonny Majjewe, Gauti Þorvarðarson, Ajay Leight Smith.
Inn á komu:
Chris Clements fyrir Gauta Þorvarðarson (35)
Viðar Örn Kjartansson fyrir Ajay Leight Smith (75)
Þórarinn Ingi Valdimarsson fyrir Andra Ólafsson (85)
Gul spjöld: Tonny Majjewe, Pétur Runólfsson, Yngvi Magnús Borgþórsson
Rauð spjöld: Bjarni Rúnar Einarsson og Tonny Majjewe.