Fótbolti - Knattspyrnudómaranámskeið.

03.mar.2009  14:25

Áhugasamir ÍBV arar eru hvattir til að skoða þetta.

Til aðildarfélaga.

Miðvikudaginn 12. mars kl. 19:00 verður haldið héraðsdómaranámskeið í Höfuðstöðvum KSÍ.

Námskeiðið tekur eina kvöldstund og er aðaláherslan á hagnýta dómgæslu svo sem staðsetningar, samvinnu, bendingar og fleira.

Námskeiðið er öllum opið sem náð hafa 16 ára aldri og eru með unglingadómarapróf.

Kennari á námskeiðinu er Gylfi Þór Orrason.

Sá sem lýkur héraðsdómaraprófi hefur rétt á að dæma í öllum flokkum en mikilvægt er að verkefni séu valin við hæfi hvers og eins.

Fjöldinn allur af unglingadómurum hefur verið útskrifaður á síðastliðnum tveimur árum.

Unglingadómarar hafa réttindi til þess að dæma hjá 4. flokki og neðar og vera aðstoðardómarar upp í 2. flokk.

Í heildina hefur gengið vel að manna þau störf sem unglingadómarar eru með réttindi til þess að dæma.

Mun erfiðara hefur verið hjá félögunum að manna leiki þar sem krafist er héraðsdómararéttinda

Nú er lag fyrir dómarastjóra félaganna að velja úr hópi unglingadómara þá sem geta tekið næsta skref og gerst héraðsdómarar.

Skráning er hafin á magnus@ksi.is

Fyrirhugað er að halda einnig námskeið á Akureyri og Reyðarfirði ef næg þátttaka næst.

Með kveðju,

Magnús Jónsson.

Dómarastjóri.

KSÍ.

S: 510 2909.

GSM: 699 5119.

Email: magnus@ksi.is