Fótbolti - Sigurlás Þorleifsson ráðinn þjálfari 2.flokks ÍBV

23.feb.2009  09:42
Knattspyrnuráð ÍBV hefur samið við Sigurlás Þorleifsson um þjálfun 2.flokks félagsins. Sigurlás er einn reynslumesti þjálfari Eyjamanna og hefur verið viðloðandi þjálfun yngri flokka ÍBV síðustu ár en hann hefur einnig þjálfað meistaraflokka félagsins. Hann þjálfar nú 3.flokk félagsins og mun gera það áfram samhliða þjálfun 2.flokks.
Það er mikill fengur að fá Sigurlás til starfa fyrir knattspyrnuráð ÍBV og bjóðum við hann velkominn til starfa. Við væntum góðs samstarfs við hann á komandi tímabili. Samningur Sigurlásar er til eins árs og tekur hann við liðinu af Renaldo Christian sem hætti hjá félaginu í haust.
Eins er vert að geta að sett hefur verið á laggirnar foreldraráð 2.flokks sem mun hafa umsjón með starfi flokksins á komandi ári. Vonast knattspyrnuráð að með þeirri uppstokkun sem nú hefur verið ráðist í verði starf 2.flokks öflugt í sumar.