Fótbolti - Íslandsmeistari krýndur, 40 árum síðar.
06.maí.2008 14:56
Gísla Ásmundssyni fyrrum leikmanni Íslandsmeistaraliðs ÍBV í 4. flokki 193, hlotnaðist sá óvænti heiður að fá verðlaunapeninginn sinn 40 árum eftir sigurinn. Þannig er að Gísli var varamarkvörður fyrstu Íslandsmeistara ÍBV. Af einhverjum ástæðum fórst fyrir að taka Gísla með í hóp meistaranna á sínum tíma. Nú hefir hins vegar verið úr því bætt, þegar Einar Friðþjófsson stjórnarmaður í KSÍ hengdi "medalíuna" um hálsinn á Gísla við einfalda athöfn á skrifstofu hans í höfuðborginni. Eins og sjá má af myndinni er Gísli Ásmundsson mikill stuðningsmaður félagsins. Við óskum honum til hamingju með útnefninguna, sem segja má að hafi verið fyllilega tímabær.