Meistaraflokkur ÍBV í knattspyrnu æfiir nú í Tyrklandi. Þeir munu vera þar í 9 daga við kjöraðstæður, æfa og leika þrjá æfingaleiki. Á morgun mun liðið t.d. leika við Íslandsmeistara Vals. Á miðvikudag er svo leikur við lið frá Kazakstan þar sem Borat Sagdiyev leikur í framlínunni. Á föstudag er svo síðasti leikur liðsins og þá eru mótherjarnir frá Svíþjóð.
Ásamt ÍBV eru fyrstu deildar liðin Fjarðarbyggð og Víkingur frá Ólafsvík og úrvalsdeildarliðin KR, Valur og Keflavík. Andy Mwesigva og Augustine N´sumba komust því miður ekki í tæka tíð til landsins og misstu þar af leiðandi af þessari ferð. Fleiri frétta er að vænta af ferðinni á ibv.is