Eins og allir vita hefur veturinn verið óvenju harður. Malarvöllurinn hefur t.d. legið undir snjó frá áramótum og óveður kom í veg fyrir æfingar þar í nóvember og desember. Í síðustu viku var snjónum mokað af vellinum og það nýttu flestir flokkar ÍBV í knattspyrnu sér. Meðal annars lék ÍBV æfingaleik við KFS sem endaði 6-0 fyrir ÍBV.
Þrátt fyrir að veturinn hafi verið óvenju harður í ár segir það meira en mörg orð um aðstöðuleysi knattspyrnunar í Eyjum að fyrstu æfingarnar á fótboltavelli séu í páskavikunni.