Síðastliðin laugardag mætist ÍBV og Valur í Egilshöll í fyrsta leik tímabilsins í bikarnum. Valur var alltaf klassa fyrir ofan okkur, enda íslandsmeistarar og mæta í svona leiki til að vinna þá. Snemma í stöðunni 0-0 komst Alex (center brassinn) þó í gott færi en var feldur í vítateig og hefði öllu jafna átt að fá víti, en fékk ekki. Fljótlega eftir þetta komust Valsmenn yfir 1-0 eftir klaufaleg mistök hjá okkur í vörninni. 2-0 varð svo raunin stuttu seinna sem aftur var frekar ódýrt mark.
Það var þó margt jákvætt í leiknum og oft náðist upp flott spil hjá ÍBV sem endaði með góðum færum en vörn Valsmanna var gríðarlega öflug og kannski einhver ástæða fyrir því að þeir séu Íslandsmeistarar.Valur er atvinnumanna klúbbur með mjög öflugan mannskap og öll umgjörð í kringum liðið er allt, allt önnur en við höfum séð hérna heima.