Fótbolti - Guðný Ósk stóð sig vel
15.feb.2008 10:34
Guðný Ósk Ómarsdóttir lék með U-16 ára liði Íslands í gær gegn Norskum stúlkum í Egilshöllini. Guðný var í byrjunarliði og lék sem kantmaður, til að byrja með en eftir um 10.mín leik urðu íslensku stúlkurnar einum færri og var Guðný þá látinn í bakvörð. Íslenska liðið komst yfir í fyrri hálfleik en norsku stúlkurnar gerðu þrjú mörk áður en yfir lauk. Guðný var að spila stöður sem hún hefur ekki leikið áður. Að sögn Kristrúnar Lilju þjálfara liðsins getur Guðný verið mjög ánægð með sína frammistöðu í leiknum.