Fótbolti - Þórarinn Ingi Valdimarsson í Belgiu

06.feb.2008  09:57

Þórarinn Ingi Valdimarsson hinn ungi og efnilegi vænmaður okkar eyjamanna er nú til reynslu hjá belgíska úrvalsdeildarliðinu Mechelen. Þórarinn æfir með varaliði félagsins en á morgun hefur honum verið boðið að æfa með aðalliðinu. Á föstudag mun Þórarinn leika með varaliðinu gegn Cl. Brugge. Aðallið félagsins er í 14.sæti af 18.liðum en varaliðið í 9.sæti af 18.liðum. Þórarinn segir allar aðstæður til mikillar fyrirmyndar hjá félaginu. Helsti getumunur á okkur og þeim er hraðinn, boltamóttaka og sendingar enda aðstæður til að æfa talsvert betri en hjá okkur. Yfirmaður unglingamála hjá félaginu sagðist vera ánægður með mig og þess vegna var mér boðið að æfa með aðalliðinu á morgun sagði Þórarinn sem var á hraðferð út á æfingasvæðið.