Fótbolti - Þrír Brasilíumenn til reynslu í fótboltanum

30.jan.2008  11:26

Meistaraflokkur skoðar nú þrjá Brasilíumenn fyrir komandi tímabil í fótboltanum. Stuðningsmenn hafa beðið um upplýsingar um þessa leikmenn og hér koma þær:

    • Fyrstan má telja Alexandre da Silva Alves Cerdeira, (Alex) Hann er 27 ára mjög sterkur leikmaður 1,84 á hæð. Alex hefur leið m.a. með Vasco da Gama og fleiri liðum í Brasilíu en einnig í Grikklandi, Spáni og síðast með Dundee í Skotlandi tímabilið 2004/2005. Þar meiddist hann og fór aftur til Brasilíu og hefur verið að leika þar síðan. Alex er með Portúgalskt vegabréf.

    • Italo Jorge Pelanda Maciel (Italo) er 25 ára 1,86 cm miðvallarleikmaður. Italo hefur Ítalskt vegabréf. Hann lék í fyrra með F.C. Petrolul Ploiesti í efstu deild Rúmeníu en tvo árin þar á undan með S.K. Viktoria Aschaffenburg í Þýskalandi.
    • Domingos Gonçalves Gomes Junior (Junikito) er hægri vængmaður/bakvörður 27 ára sem hefur leikið með liðum í Brasilíu eins og Flamengo síðustu ár hefur hann leikið í Portúgölsku 2.deildinni. Junior er með Portúgalskt vegabréf.

ÍBV leikur næst vináttuleik við ÍA á laugardagsmorgun kl 09:30 í Akraneshöllinni. Þar geta stuðningsmenn metið þessa kumpána.