Íslandsmeistarnir byrjuðu leikinn gegn ÍBV af krafti og komust yfir strax á 2. mínútu. Í hröðum og bráðfjörugum leik höfðu Valsmenn yfirhöndina og komust í 3-0 og leiddu þannig í hálfleik. Skemmtileg tilþrif sáust hjá báðum liðum í leiknum og ÍBV gaf lítið eftir.
Valsmenn bættu svo fjórða markinu við eftir fimm mínútna leik í seinni hálfleik og virtust ætla að fara með öruggan sigur af hólmi. Þórarinn Ingi skoraði hinsvegar tvö mörk á tveggja mínútna kafla þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum.
Því næst bættu Valsmenn í að nýju og skoruðu þrjú mörk á lokamínútunum og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn.