Nú er kominn nýr linkur á heimasíðuna hjá okkur en það er linkur á sögu Týs sem út kom fyrir nokkrum misserum. Skjal þetta er um 300 síður og er skemmtileg og fróðleg lesning. Ritstjóri að þessu verki var Birgir Baldvinsson.
Nú er sagan sem sagt öllum aðgengileg hérna á síðunni og fljótlega verður hún einnig aðgengileg á heimaslod.is. Svo er þess vonandi ekki langt að bíða að saga Þórs verði skrifuð og gefin út í bókarformi og væntanlega síðar jafnvel aðgengileg hérna á netinu. Enda bæði félögin merkur þáttur í sögu þessa bæjarfélags, og persónulega þykir mér saga Týs merkari he he ég segi svona. Svo er líka komin tími á að halda veglega utan um sögu ÍBV-íþróttafélags því ekki mega heimildir glatast.