Fótbolti - ÁRA-MÓTIÐ 2007

11.des.2007  15:20

Skemmtiboltakeppni 2.flokks karla ÍBV. Innanhúsknattspyrnumót 29. desember kl. 15-17 og er fyrir blönduð lið hópa og fyrirtækja. Léttleiki í fyrirúmi, sannkölluð fótboltaveisla fyrir konur og karla, firmakeppni og hópakeppni þar sem “sá sigrar sem tekur þátt!”
Tilvalið að fyrirtæki skori á hvert annað og hristi jólaspikið af starfsmönnum. Þora Glitnir og Sparísjóðurinn að keppa? Ná Ísfélagið og Vinnslustöðin í lið?

Kynnir á leikjunum verður Maggi Braga.

Eftir riðlakeppnina verður óvænt uppákoma áður en úrslitaleikirnir hefjast

LEIKREGLUR:
Spilað verður á lítil mörk á báðum völlum stóra salarins í einu. 4 liðsmenn inni á vellinum í einu. Konur eru boðnar sérstaklega velkomnar. Konumark er tvöfalt mark. Þ.e.a.s. ef kona skorar fær liðið 2 mörk. Skora verður fyrir innan punktalínu, engir markmenn. Aldurstakmark er 14 ár.

Verðlaun veitt í hverjum leik, til dæmis: Maður eða kona leiksins, fallegasta markið, flottustu tilþrifin, “mesta klúðrið”.
Sérstök verðlaun verða veitt fyrir flottustu búningana/múnderinguna.

Lið með Meistaraflokksmenn og 2. flokkspeyja mega aðeins vera með 1 slíkan leikmann inná í einu, fámenn lið geta “keypt” viðbót í formi 2.fl. peyja gegn vægu gjaldi.

Skráningu skal lokið fyrir jól í símum 698-1122, 894-7214 og 897-3054
Þátttökugjald kr. 10.000,- /lið

Mótið er haldið til styrktar 2. flokki karla ÍBV í knattspyrnu.