ÍBV á því tvo leikmenn í A-landsliði Uganda.
Nsumba, eða Gústi eins og hann er kallaður af liðsfélögum sínum í Eyjum fékk tímabundinn félagaskipti úr ÍBV eftir lok síðasta tímabils. Hann vildi halda sér í leikformi og fá aðgang að góðri æfingaaðstöðu. Það virðist hafa borgað sig því hann var valinn í landslið Úganda í síðustu viku.
Gústi hefur leikið mjög vel á miðjunni með uppeldisfélagi sínu, FC Villa í deildarkeppninni til þessa. Íþróttafréttamenn virðast mjög hrifnir af drengnum og kalla hann hinn Úgandíska Lionel Messi, ekki slæm samlíking það! Þar með á ÍBV tvo leikmenn í landsliði Úganda því Andrew Mwesigva er fastamaður í vörninni hjá landsliðinu. Þess má geta að Úganda er í 94. sæti á styrkleikalista FIFA, eða fimm sætum fyrir neðan Ísland sem situr í 89. sæti. Gústi á að koma aftur til æfinga í Vestmannaeyjum í lok janúar og Andrew í lok febrúar.