Fótbolti - Flottur hópur

06.nóv.2007  14:24
Það var mikið um dýrðir s.l. föstudagskvöld, þegar knattspyrnuráð kvenna bauð styrktaraðilum og velunnurum ásamt fulltrúum fjölmiðla til veislu í Týsheimilinu. Tilefnið var endurreisn mfl. kvenna í knattspyrnu. Við það tilefni skrifuðu 19 stelpur undir samning við félagið til tveggja ára. Viðurkenningar voru veittar Jónu Björk Grétarsdóttur fyrir vel unnin störf fyrir ÍBV og Tanja Tómasdóttir var útnefnd ÍBV-ari ársins. Sædís Mgnúsdóttir fékk viðurkenningu fyrir mestar framfarir á árinu. Gestur kvöldsins, Margrét Lára Viðarsdóttir heiðraði samkomuna með nærveru sinni og flutti kjarngóða ræðu þar sem hún hvatti "landa" sína til dáða. Kvennadeild ÍBV Íþróttafélags kom færandi hendi. Velunnarar og stuðningsfólk var mjög ánægt með kvöldið, og var mál allra, að vel hefði til tekist. Það var samdóma álit gesta, að sterkari tengsl hafi myndast milli þeirra og félagsins.

JÓD.