Fótbolti - Þjálfarinn: Kristján Georgsson

29.ágú.2007  14:55
Kristján Georgsson er í hinni frægu Klapparaætt í Vestmannaeyjum. Hann er menntaður símvirki og vann hjá Símanum í Eyjum áður en hann hóf sjómennsku af fullum krafti sem hann stundaði í nokkur ár. Í apríl 2004 færði hann sig um set til ÍBV og hóf þar þjálfun og skrifstofustörf. Hann hefur lengst af þjálfað 5. flokk karla, 7. flokk karla og 4. flokk kvenna en hefur einnig þjálfað aðra flokka. Í ár hefur hann þjálfað 4. flokk kvenna og 7. flokk karla ásamt því að vera orðinn hálfgerður aðstoðarframkvæmdarstjóri ÍBV Íþróttafélags. Kristján er oftast kallaður Kiddi eða Goggeneggerinn og þykir honum sérstaklega vænt um seinna nafnið.

Nafn?
Kristján Georgsson
Aldur? Alveg að verða 32 ára
Fæðingarstaður? Vestmannaeyjar
Fjölskylda? Á einn son, Georg Þór
Uppáhaldslið? ÍBV, Manchester United og Lazio
Uppáhaldsíþróttamaður? Hér á árum áður var það Ruud Gullit og Bryan Robson en nú er það Ryan Giggs
Áhugamál? Allskyns íþróttir, þó sérstaklega fótbolti og golf
Besti matur? Lambafillet er alltaf gott
Versti matur?  Súrmatur
Uppáhaldsdrykkur? Vatn og pilli
Kanntu að elda? Já en geri lítið af því (heheheehe)
Hvað eldaru oftast? Núðlur
Uppáhaldskvikmynd? Braveheart
Uppáhaldssjónvarpsþættir? Prison Break og Enski boltinn
Uppáhaldshljómsveit? U2, Red hot chili peppers, Maiden, Metallica
Uppáhaldsvefsíða? skysports.com og fotbolti.net
Skrýtnastur í liðinu þínu (flokknum)? Klárlega Hanna Sigríður
Grófastur í liðinu (flokknum)?  Rakel Hlynsdóttir!!
Fallegastur í liðinu (flokknum)? Allar jafn huggulegar
Besti þjálfarinn? Kristgeir Orri Grétarsson aðstoðarþjálfarinn minn í 7.flokki
Ef þú værir fastur á eyðieyju og þyrftir að velja tvo þjálfara hjá ÍBV til að vera með þér, hverjir væru það og af hverju myndiru velja þá? Heimir og Jón Óli því vill svo heppilega til að það er kaffi og konni á þessari sömu eyju!!
Hver er mesti höstlerinn af þjálfurunum? Kristgeir Orri
Ljóshærðar eða dökkhærðar? Bæði
Frægastur í gemsanum þínum? Yngvi Bor
Í hvernig skóm spilaru? Hummel að sjálfsögðu
Skemmtilegt atvik sem gerst hefur í sumar? Það er nú hálfspaugilegt að vera kinnbeinsbrotinn og 4. flokkurinn á stórmóti og þurfa að halda kjafti!
Skemmtilegasta atvik sem gerst hefur á ferlinum, (þjálfara eða leikmanna) ? Það er skondið að við rauðhausarnir, ég og Yngvi, skildum fá eins meiðsli á sama stað á vellinum með nákvæmlega árs millibili
Eitthvað að lokum? Þetta er búið að vera snilldarsumar og takk fyrir mig