Fótbolti - 3. flokkur kvenna: Eyjastelpur efstar eftir fyrri dag úrslitakeppninnar

25.ágú.2007  20:00
Stelpurnar í 3. flokki léku tvo leiki í dag í úrslitum Íslandsmótsins í sjö manna liðum. Þær mættu Sindra frá Hornafirði kl 13:00 og fór leikurinn 4-4. Stelpurnar klúðruðu þar unnum leik í jafntefli og munaði minnstu að þær hefðu tapað leiknum. Þær komust í 3-0 og voru mun betri aðilinn en í síðari hálfleik hrundi leikur stelpnanna og Sindrastelpur gengu á lagið. Á örskömmum tíma snéru þær stöðunni sér í vil 3-4 og það var einungis rúmri mínútu fyrir leikslok að Eyjastelpur náðu að jafna eftir mistök hjá markverði Sindra. Lokastaðan 4-4 og gátu stelpurnar hreinlega þakkað fyrir stigið miðað við hvernig seinni hálfleikur spilaðist.

Stelpurnar voru staðráðnar að láta ekki slíka spilamennsku endurtaka sig og spýttu vel í lófana fyrir Stjörnuleikinn. Þær mættu ákveðnar til leiks og uppskáru glæsilegan og sanngjarnan sigur, 5-2.

Eftir fyrsta daginn er staðan þá þannig (stigin aftast):

1 ÍBV
2 1 1 0 9 - 6 +3
4
2 Sindri
2 1 1 0 5 - 4 +1
4
3 KS/Leiftur
2 1 0 1 3 - 1 +2
3
4 Stjarnan
2 1 0 1 5 - 6 -1
3
5 KA
2 0 0 2 1 - 6 -5
0


Á morgun eiga stelpurnar svo tvo leiki. Sá fyrri hefst kl 9:30 í fyrramálið gegn KS/Leiftri og síðan spila þær gegn KA kl. 11:50. Leikir morgundagsins fara fram á Þórsvelli.