Fótbolti - Úrslitakeppni 6. flokks kvenna: A-liðið í 4. sæti og B-liðið í 6. sæti
23.ágú.2007 15:09
Um síðustu helgi, 17-19. ágúst kepptu stelpurnar í 6. flokki í úrslitunum á Íslandsmótinu og stóðu sig frábærlega. A-liðið komst alla leið í leikinn um þriðja sætið en þær töpuðu leiknum 2-1 gegn FH.
B-liðið lék um 5. sætið í úrslitunum en töpuðu á móti Breiðablik eftir framlengingu og enduðu því í 6. sæti. Blikar skoruðu úrslitamarkið þegar aðeins ein mínúta var eftir af framlengingunni, mjög svekkjandi fyrir stelpurnar.
Keppt var á ÍR vellinum og fengu stelpurnar að gista í félagsheimili þeirra. Þjálfari og leikmenn 6. flokks kvenna langar að þakka ÍR-ingum fyrir hreint frábæra þjónustu yfir helgina en auk þess að fá gistingu fengu stelpurnar morgunmat og máttu nota alla þeirra aðstöðu eins og þau vildu.
Til hamingju stelpur með árangurinn og þakkir til ÍR-inga fyrir mikla gestrisni.