Fótbolti - Leikmannakynning: Arnór Eyvar Ólafsson

10.ágú.2007  10:56
Arnór Eyvar Ólafsson er einn af ungu strákunum sem hafa fengið að spreyta sig í sumar, í fyrsta skipti í meistaraflokki. Strákurinn leikur í hægri bakverði og hefur staðið sig alveg feykilega vel. Hann er gífurlega öruggur og yfirvegaður leikmaður með ágætar sendingar. Hann er kannski ekki sá fljótasti eða með mestu tæknina en hann stendur alltaf fyrir sínu og ekki margir sem fara framhjá honum. Arnór er bróðir fyrrverandi leikmanns ÍBV, Unnars Hólm, sem einnig spilaði hægri bakvörð og þykja þeir bræður sláandi líkir á velli. Arnór svarar hér nokkrum spurningum.

Nafn?
Arnór Eyvar Ólafsson
Aldur? Verð 18 ára í nóvember
Fæðingarstaður? Vestmannaeyjar
Fjölskylda? Foreldrarnir heita Birna og Óli. Einnig á ég tvö systkini, þau Unnar og Elfu.
Uppáhaldslið? ÍBV og svo auðvitað Liverpool í ensku.
Uppáhaldsíþróttamaður? Í gamla daga var það alltaf Michael Jordan. Í dag er það sennilega annað hvort Steven Gerrard eða Javier Mascherano
Áhugamál? Fótboltinn er náttúrulega aðal, svo koma kvikmyndir og tónlist rétt á eftir
Besti matur? BBQ kjúlli
Versti matur? Ég er náttúrulega algjör alæta eins og flestir vita
Uppáhaldsdrykkur? Kókómjólkin og vatnið er ágætt líka
Kanntu að elda? Alls ekki
Hvað eldaru oftast? Kakósúpu
Uppáhaldskvikmynd? The Shawshank Redemption er held ég hin fullkomna mynd.
Uppáhaldssjónvarpsþættir? South Park og House
Uppáhaldshljómsveit? Maximo Park, þessa daganna
Uppáhaldsvefsíða? Fotbolti.net, Liverpool-bloggið og svo auðvitað ibv.is
Skrýtnastur í liðinu? Flestallir virkilega skrýtnir
Grófastur í liðinu? Ingi Rafn, Anton og Palli eru þeir einu sem hafa farið í bann, hljóta að vera þeir
Fallegastur í liðinu? Tóti með nýja tanið sitt virðist vera að koma sterkur inn
Erfiðastur að eiga við á æfingum, af hverju? Það er virkilega erfitt að eiga við Palla, þegar hann skellir sér á kantinn
Besti samherjinn? Bara allt núverandi lið eins og það leggur sig
Ef þú værir fastur á eyðieyju og þyrftir að velja tvo leikmenn úr liðinu til að vera með þér, hverjir væru það og af hverju myndiru velja þá? Annar hvor markvarðanna, það væri fínt að fórna þeim upp á mat að gera. Hinn væri Jonah hann hefur farið svo víða að hann hlýtur að kunna að bjarga sér á eyðieyju
Hver er mesti höstlerinn í liðinu? Atli Heimis, klárlega
Ljóshærðar eða dökkhærðar? Skiptir ekki
Frægastur í gemsanum þínum? Enginn sérstaklega frægur þar
Í hvernig skóm spilaru? Adidas Predator
Skemmtileg saga úr boltanum? Það var nú nokkuð eftirminnilegt þegar okkur var boðið á eitthvað hraðmót í Fífunni. Áttum að spila fjóra 30 mínútna leiki. Elvar Aron náði að spila einhverjar 15 mínútur. Hann fékk tvö gul eftir 5 mín í fyrsta leiknum. Bann í næsta og svo fékk hann rautt eftir slagsmál í þeim þriðja eftir rúmar 10 mín og missti þar af leiðandi af síðasta leiknum
Eitthvað að lokum? Áfram ÍBV