Fótbolti - Leikmannakynning: Páll Þorvaldur Hjarðar
23.júl.2007 12:22
Páll Þorvaldur Hjarðar er leikmaður sem varla þarf að kynna fyrir Eyjamönnum. Hann hefur leikið allan sinn feril með ÍBV og er leikreyndasti leikmaður liðsins (þó það sjáist ekki alltaf inná vellinum :). Hann hefur spilað í allt 93 leiki fyrir ÍBV í meistaraflokki og skorað 5 mörk, þar af eitt með rassinum! Palli hefur ávallt verið þekktur fyrir mikla ákveðni og hörku í leik sínum og hefur á síðustu sex tímabilum nælt sér í 39 gul spjöld og 7 rauð sem myndi flokkast sem nokkuð mikið. Dómararnir hafa þó ekki alltaf verið sanngjarnir við kallinn, sem oft hefur fengið spjöld fyrir brot sem aðrir komast upp með.
Palli hefur verið einn helstu burðarása liðsins síðustu tímabil og á góðum degi eru fáir varnarmenn á landinu sem standa honum framar. Svo virðist sem Palli og Kolli ætli að berjast um titilinn sem skrýtnasti leikmaður liðsins en Palli er harður á því að það sé Kolli.
Nafn? Páll Þorvaldur Hjarðar
Aldur? 28 ára
Fæðingarstaður? Vestmannaeyjar
Fjölskylda? Í sambúð með Önnu Rós Hallgrímsdóttur, eigum einn gaur Almar Benedikt og eitt á leiðinni á næstu dögum
Uppáhaldslið? Arsenal
Uppáhaldsíþróttamaður? Schumacher og Jens Lehman
Áhugamál? Fjölskyldan
Besti matur? Plokkfiskur og plötuð kanína
Versti matur? Slátur
Uppáhaldsdrykkur? Pepsi Max
Kanntu að elda? Já
Hvað eldaru oftast? Síðast eldaði ég fiskisúpu
Uppáhaldskvikmynd? Last king of Scotland (sérstaklega ef maður
horfir á hana með Andy)
Uppáhaldssjónvarpsþættir? Út og suður
Uppáhaldshljómsveit? Nirvana og Smashing Pumpkins
Uppáhaldsvefsíða? Mbl.is og náttúrulega ibv.is
Skrýtnastur í liðinu? Kolbeinn
Grófastur í liðinu? Siggi my friend (Andy)
Fallegastur í liðinu? Fyrir utan mig þá er það sveitastrákurinn úr Mosó
Erfiðastur að eiga við á æfingum, af hverju? Æi þeir eru allir sæmilegir :)
Besti samherjinn? Ingvi Borgþórs
Ef þú værir fastur á eyðieyju og þyrftir að velja tvo leikmenn úr liðinu til að vera með þér, hverjir væru það og af hverju myndiru velja þá? Andy af því að hann þekkir frumstæðar aðstæður og Ingvi Borgþórs til að tala við Andy!
Hver er mesti höstlerinn í liðinu? Nýji gæinn
Ljóshærðar eða dökkhærðar? Dökkhærðar
Frægastur í gemsanum þínum? Siggi Gúmm æi hann er bróðir hans Hebba Gúmm
Í hvernig skóm spilaru? Takkaskóm
Skemmtileg saga úr boltanum? Þegar Pétur brann svo illa í sólarlampanum að hann gat ekki spilað:) Einnig er önnur góð saga þegar Ingvi Borgþórs féll fyrir hótelstýrunni á Snæfellsnesi en sem betur fer náðum við að telja honum trú um að snúa til baka og klára með okkur sumarið!
Eitthvað að lokum? Haldiði áfram að vera svona frábær!