Fótbolti - 1 deild: Leiknum í kvöld lýst á netinu

20.júl.2007  13:38
Leik Þórs og ÍBV á Akureyri í kvöld verður lýst beint á netinu á www.ibvfan.is. Sverrir Júlíusson, okkar ástkæri leikjalýsir, ákvað að ferðast sjálfur með Herjólfi og keyra norður til að geta lýst leiknum fyrir stuðningsmenn Eyjamanna. Sverrir fær að sjálfsögðu mikið hrós fyrir að leggja þetta á sig, enda hefur hlustunin verið gífurlega góð í þeim leikjum sem hefur verið lýst, og fólk mjög ánægt með þetta framtak. Í tilefni þessa ætlar Heimir þjálfari að færa Sverri sleikjó eftir leik í kvöld, ef Eyjamenn sigra. ÁFRAM ÍBV!