Fótbolti - Leikmannakynning: Einar Kristinn Kárason

19.júl.2007  08:57
Einar Kristinn Kárason, eða Eissi Krissa eins og hann er stundum kallaður, er ungur Eyjapeyi sem löngum hefur verið efnilegur í knattspyrnu. Meiðsli hafa hins vegar komið í veg fyrir að hann hafi náð að blómstra. Einar Kristinn starfar á völlunum hjá ÍBV Íþróttafélagi og ber þar titilinn Head of Topp.

Nafn:
Einar Kristinn Kárason
Aldur: 20 ára ungur
Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar
Fjölskylda: Head of Pæjumót, Vindurinn og Día
Uppáhaldslið: ÍBV, Man United og ég verð að segja KFS
Uppáhaldsíþróttamaður: Ryan Giggs er alltaf bestur
Áhugamál: Fótbolti, tónlist o.m.fl.
Besti matur: Kjúklingur Tikka Masala hjá mömmu
Versti matur: Slátur er ekki mjög vinsælt hjá mér, sleppur samt
Uppáhaldsdrykkur: Kristall, Gatorade og vatn
Kanntu að elda? Ójá, í núðlunum er ég svakalegur
Hvað eldaru oftast? Núðlurnar!
Uppáhaldskvikmynd? Í augnablikinu er ég að elska Cannibal The Musical (veeerðið að tjékka á henni).
Uppáhaldssjónvarpsþættir? Scrubs, South Park, Family Guy and so on
Uppáhaldshljómsveit? Norma Jean ofl.
Uppáhaldsvefsíða? fotbolti.net og auðvitað ibv.is!
Skrýtnastur í liðinu? Andy og Palli, bræðurnir, hirða þetta.
Grófastur í liðinu? Tóti vill halda því fram að hann sé það.
Fallegastur í liðinu? Tóti (endurgjalda greiðann).
Erfiðastur að eiga við á æfingum, af hverju? Tja, erfitt að segja. Segjum að það sé stundum erfitt að koma boltanum framhjá Hrafni. Og maður hendir turnunum (Palla og Bjarna) ekkert auðveldlega frá sér.
Besti samherjinn? Allir.
Ef þú værir fastur á eyðieyju og þyrftir að velja tvo leikmenn úr liðinu til að vera með þér, hverjir væru það og af hverju myndiru velja þá? Fannar, því það er alltaf gaman að jogga, senda og skjóta með honum. Svo myndi ég velja Yngva til að kenna manni að komast í almennilegt form.
Hver er mesti höstlerinn í liðinu? Sögurnar segja að Atli sé öflugur, en ég vill halda því fram að Þórarinn sé á milljón í smsum.
Ljóshærðar eða dökkhærðar? Bæði betra eiginlega, en ljóskurnar standa aðeins framúr.
Frægastur í gemsanum þínum? Æji, síminn er tiltölulega nýr, þannig að aðalmaðurinn er Steingrímur "Jólatré" Jóhannesson.
Í hvernig skóm spilaru? Puma v1.06, Adidas F-50 og Adidas Predator (fer eftir skapinu).
Skemmtileg saga úr boltanum? Ég á nokkrar en ég vill segja eina frá því á síðasta undirbúningstímabili. Garnerinn var þá kominn aftur hingað og við vorum að keppa æfingarleik. Svo var hann tekinn útaf og ónefndur kom inná. Svo eftir svona 5mín er Garner alveg orðinn snælduvitlaus og hálf öskrar á okkur sem vorum á bekknum orðum um þennan ónefnda sem kom inn fyrir hann: "Someone should tell that guy to take his f*cking handbrake off!".
Eitthvað að lokum? Áfram ÍBV og komum okkur upp í þá deild sem við eigum heima í.