Fótbolti - 1 deild: Leiknum lýst í kvöld

16.júl.2007  14:49
Leik Fjölnis og ÍBV í kvöld verður lýst beint á www.ibvfan.is. ÍBV-fan númer eitt og yfirlýsari, Sverrir Júlíusson, mun að sjálfsögðu lýsa með sinni undurfögru rödd. Útsendingin ætti að ganga snurðulaust fyrir sig í kvöld því búið er að tryggja að öll tækniatriði á Fjölnisvelli verði í lagi. Þó á aldrei að segja aldrei þegar tæknin er annars vegar, en við vonum það besta. Þó ber að geta þess að þeir sem komast á leikinn eiga ekki að hlusta á hann á netinu, heldur einfaldlega mæta á völlinn. ÁFRAM ÍBV!