Fótbolti - Leikmannakynning: Stefán Björn Hauksson

13.júl.2007  14:24
Stefán Björn Hauksson eða Stebbi Hauks eins og hann er yfirleitt nefndur, er sennilega fljótasti leikmaður Íslands og þótt víðar væri leitað. Það sem hefur þó vantað uppá hjá Stebba er tæknin og jafnvel styrkleikinn, og ef Stebbi nær að bæta þetta tvennt á næstu árum, þá er ljóst að við höfum einhvern hættulegasta kantmann á Íslandi. Hann hefur verið inn og út úr boltanum á undanförnum árum. Hætti um tíma, fór svo í KFS en er nú kominn aftur í ÍBV. Vonandi fyrir hann og félagið nær Stebbi að bæta það sem hann þarf að laga og þá erum við með öflugan leikmann í höndunum.

Nafn? Stefán Björn Hauksson
Aldur? 22 ára alveg að verða 23
Fæðingarstaður? Eyjan fagra
Fjölskylda? Haukur og Eygló foreldrar, Harpa, Sveinbjörg og Margrét systur og kærasta
Arna Bender
Uppáhaldslið? Man Utd og ÍBV
Uppáhaldsíþróttamaður? Ryan Giggs
Áhugamál? Fótbolti, gítarglamur og tjéllingin
Besti matur? Grillað lamb með góðri brúnni sósu, kartöflur, salat, gular baunir og ískalt
kók eða pepsi alveg það sama
Versti matur? Læt aldrei papriku inn fyrir mínar varir
Uppáhaldsdrykkur? Ískaldur appelsínusafi eða pepsi
Kanntu að elda? Ég get alveg reddað mér í eldhúsinu eins og máltækið segir "neyðin
kennir naktri konu að spinna"
Hvað eldaru oftast? Grilla oftast, systur mínar eru sjúkar í sósuna mína
Uppáhaldskvikmynd? Lord of the Rings serían og allar svona ævintýramyndir, ég fíla
svoleiðis
Uppáhaldssjónvarpsþættir? House, Heroes og Friends eru klassískir
Uppáhaldshljómsveit? Incubus, Arctic Monkeys, svo er ég mikið fyrir gamla og klassíska
tónlist
Uppáhaldsvefsíða? kvikmynd.is, ibv.is og fotbolti.net
Skrýtnastur í liðinu? Anton, alltaf vælandi
Grófastur í liðinu? Andy er með skemmtileg olnbogaskot
Fallegastur í liðinu? Palli Almars, ótrúlegur sjarmör. Ótrúlega sexí örið þarna á kinninni
Erfiðastur að eiga við á æfingum, af hverju? Ég sjálfur held ég bara, lappirnar flækjast
stundum fyrir mér
Besti samherjinn? Þeir eru allir bestir
Ef þú værir fastur á eyðieyju og þyrftir að velja tvo leikmenn úr liðinu til að vera með
þér, hverjir væru það og af hverju myndiru velja þá? Andy, ég held hann kunni að
bjarga sér svona útí náttúrunni og svo Palla hann kann svo margar sögur og brandara
Hver er mesti höstlerinn í liðinu? Án efa Atli! Hólí mama sko!
Ljóshærðar eða dökkhærðar? Skiptir mig engu máli en ljóshærðar hafa nú haft veikan
blett á manni í gegnum tíðina
Frægastur í gemsanum þínum? Vinur frænda kunningja hans Krumma í mínus
Í hvernig skóm spilaru? Þeim sem eru með skrúfutökkum
Skemmtileg saga úr boltanum? Á Fanta mótinu á Skaganum í den þegar ég ætlaði
svoleiðis að skalla boltann á miðjunni en rann í drullupolli og fékk boltann í magann. Missti
svo andann og þurfti að fara útaf
Eitthvað að lokum? Ég skora á Þórarinn að fara útá miðjuna í hálfleik einhverntímann og
taka fræga atriðið sitt úr rútunni frá Fjarðarbyggðarleiknum og Andy verður með mækinn
við afturendann á Tóta meðan hann tekur atriðið