Fótbolti - Leikmannakynning: Hrafn Davíðsson

12.júl.2007  09:15
Nafn? Hrafn Davíðsson (Krummi)
Aldur? 22
Fæðingarstaður? Danmörk
Fjölskylda? Mamma, Pabbi, Systa og Konan
Uppáhaldslið? ÍBV og Liverpool
Uppáhaldsíþróttamaður? Brad Friedel
Áhugamál? Fótbolti, tónlist, veiði, golf og bretti
Besti matur? Get ekki gert upp á milli lasagna og kjötbollanna hennar mömmu
Versti matur? Súrmatur
Uppáhaldsdrykkur? Pepsi
Kanntu að elda? Meistarakokkur
Hvað eldaru oftast? Pasta í rjómasósu með beikoni fleira.
Uppáhaldskvikmynd? Leon
Uppáhaldssjónvarpsþættir? House, 24 og prison break
Uppáhaldshljómsveit? Kings of Leon og Radiohead
Uppáhaldsvefsíða? www.ibv.is
Skrýtnastur í liðinu? Allir nema ég
Grófastur í liðinu? Ætli ég verði ekki að segja Atli Heimis vegna fjölda spjalda
Fallegastur í liðinu? Elías Fannar ofursjarmur
Erfiðastur að eiga við á æfingum, af hverju? Einar Hlö þegar hann mætir. Ótrúleg skottækni
Besti samherjinn? Öll ÍBV vörnin
Ef þú værir fastur á eyðieyju og þyrftir að velja tvo leikmenn úr liðinu til að vera með þér, hverjir væru það og af hverju myndiru velja þá? Bjarna Hólm vegna þess hversu fyndið það væri að sjá hvað hann væri orðinn rauður eftir sólina á fyrsta degi (þó svo að hann vilji meina að þetta sé allt brúnka) og Pétur Run til þess að sýna Bjarna hvernig alvöru brúnkalítur út.
Hver er mesti höstlerinn í liðinu? Atli Heimis
Ljóshærðar eða dökkhærðar? Ljóshærðar
Frægastur í gemsanum þínum? Jón Ragnar Jónsson, nemóstjarna
Í hvernig skóm spilaru? Æðislega góðum Hummel skrúfutökkum
Skemmtileg saga úr boltanum? Ég gleymi því seint þegar við vorum í æfingaferð og Guðjón Magnússon var í markinu. Það kom skot á markið og Guðjón greip boltann á línunni og línuvörðurinn dæmdi mark. Guðjón varð alveg æfur og gaf svona bendingar til línuvarðarins um að hann ætti að vera með augun á leiknum (benti á augun á sér og svo á línuvörðinn). Ógleymanlega töff bending. Svo var líka skemmtilegt þegar Palli fékk rautt spjald á móti Breiðablik í deildarbikar og reyndi að rífa spjaldið af dómaranum.
Eitthvað að lokum? Áfram ÍBV!