Fótbolti - Leikmannakynning: Þórarinn Ingi Valdimarsson

10.júl.2007  14:47
Nafn? Þórarinn “Beckham” Ingi Valdimarsson
Aldur? 17 ára
Fæðingarstaður? Eyjan mín bjarta
Fjölskylda? Mamma, pabbi, systir og bróðir
Uppáhaldslið? ÍBV og Liverpool
Uppáhaldsíþróttamaður? F.Totti
Áhugamál? Fótbolti, kjellingar, tónlist og BDSM
Besti matur? Allt frá konunni í hádeginu
Versti matur? Súrmatur
Uppáhaldsdrykkur? Kók og vatn
Kanntu að elda? Tjah … nei
Hvað eldaru oftast? Ikke nett
Uppáhaldskvikmynd? Van Wilder
Uppáhaldssjónvarpsþættir? South Park
Uppáhaldshljómsveit? Artic Monkeys, Killers, Radiohead og margt Indie
Uppáhaldsvefsíða? Fotbolti.net
Skrýtnastur í liðinu? Yngvi Borg
Grófastur í liðinu? Ég tel mig grófastan
Fallegastur í liðinu? Einar Kristinn er ágætur
Erfiðastur að eiga við á æfingum, af hverju? Eru allir svo léttir
Besti samherjinn? Andy
Ef þú værir fastur á eyðieyju og þyrftir að velja tvo leikmenn úr liðinu til að vera með þér, hverjir væru það og af hverju myndiru velja þá? Andy og Yngvi Borgþórsson, vegna þess að þeir vinna svo vel saman og eru svo fyndnir
Helsta afrek þitt í knattspyrnu? Það mun vera að vera valinn í U-17 ára landsliðið og að komast í 8 liða úrslit með því liði. Síðan vann ég einu sinni hraðmótið á Akranesi og að ýta Bjarna Hólm niður á malarvellinum beint í drullupoll. Stuttu eftir það flaug ég sjálfur í hann.
Hver er mesti höstlerinn í liðinu? Atli Heimiss
Ljóshærðar eða dökkhærðar? Skiptir ekki
Frægastur í gemsanum þínum? Hlynur Stefáns LEGEND
Í hvernig skóm spilaru? Nike Legend, Puma Járni og ég spilaði í Predator en fyrirliðinn eyðilagði þá
Skemmtileg saga úr boltanum? Man ekkert í fljótu bragði en Ellert Scheving lumar á nokkrum góðum
Eitthvað að lokum? Ég elska ÍBV og Andy