Fótbolti - 6. flokkur kvenna: Frábær árangur á Landsbankamótinu

02.júl.2007  09:30
Helgina 22. - 24. júní fór 6. flokkur kvenna ÍBV til Sauðarkróks á Landsbankamót Tindastóls. Mótið var haldið í þriðja sinn og voru fjölmargir þátttakendur í mótinu enda voru yngstu þátttakendurnir 7. flokki en þeir elstu í 3. flokki.

ÍBV stelpurnar stóðu sig frábærlega vel. Bæði A og B liðið endaði í 2. sæti og fengu veglegan bikar að launum. Mótið tókst vel í alla staði og stelpurnar allar voru félaginu sínu til sómar bæði í árangri og framkomu. Næstu verkefni 6. flokks kvenna er Símamótið í Kópavogi og síðan úrslit á Íslandsmótinu. Ljóst er að spennandi vikur eru framundan fyrir þessar efnilegu stelpur og við á ibv.is óskum þeim til hamingju með árangurinn sem náðst hefur og óskum þeim velfarnaðar í komandi verkefnum.