Fótbolti - 1 deild: Glæsilegur sigur á Leikni

08.jún.2007  21:05
Nú rétt í þessu lauk leik Leiknis og ÍBV í Breiðholtinu. Strákarnir okkar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu heimamenn í Leikni 0-2 með mörkum frá Bjarna Rúnari og Bjarna Hólm úr víti. Þess má geta að stuðullinn á Lengjunni var 1.60 á sigur okkar manna sem kallast nú ekki hár stuðull en það er nú önnur saga.

Þetta var sannkallaður hörkuleikur þar sem baráttan var allsráðandi. Fótboltinn var kannski ekki í hávegum hafður í leiknum en við náðum þarna í okkar fyrsta sigurleik og það er auðvitað það sem skiptir mestu máli.

Von er á umfjöllun um leikinn og viðtölum strax á morgun.