Fótbolti - Barnabarn Siffa Johnsen til ÍBV

30.maí.2007  13:23

Atli Heimisson nýr liðsmaður mfl. í knattspyrnu er sonur Margrétar Sigfúsdóttur Johnsen. Það er okkur ánægjuefni að bjóða þennan unga og bráefnilega peyja, sérstaklega velkominn í okkar raðir. Atli er kominn til Eyja, og hefir þegar hafið æfingar með liðinu. Sigfús Johnsen afa Atla Heimissonar, þekkja margir Eyjamenn, hann var vinsæll kennari hér um áratuga skeið. Sigfús lést nú í vetur.

"Það er gaman að vera kominn á heimaslóð afa og ömmu, ég vona að ég geti gert góða hluti fyrir bæinn, sem þeim þótti og þykir svo vænt um," sagði Atli í stuttu viðtali við ÍBV vefinn.