Fótbolti - Garner leikur sennilega ekkert með ÍBV í sumar

12.maí.2007  11:56

Þær slæmu fréttir bárust í vikunni að Matt Garner væri með slitinn liðbönd í ökkla. Meiðslin hlaut hann í deildarbikarleik við Fram. Matt þarf alveg að hvíla löppina í einn mánuð og eftir þann tíma verður metið hvert framhaldið verður. Læknar segja nánast útilokað að hann leiki knattspyrnu á þessu tímabili.

Sannkallað reiðarslag fyrir liðið svona rétt við upphaf mótsins. Við óskum Garner góðs bata og vonum í þessu tilfelli að læknarnir hafi ekki alltaf rétt fyrir sér.